Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, hóf leik í dag á Jabra Ladies Open mótinu sem er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.

Mótið fer fram á hinum þekkta Evian velli í Frakklandi – þar sem að árlega fer fram samnefnt risamót á LPGA og LET-mótaröðunum.

Leiknar verða 54 holur á þremur keppnisdögum og er heildarverðlaunaféð á mótinu 300 þúsund Evrur. Par vallar er 71.

Þetta er annað mótið á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá á LET Evrópumótaröðinni. Hún lék síðast í Kenía á fyrsta móti tímabilsins. Guðrún Brá náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á því móti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá Jabra Ladies Open.

Guðrún Brá er í ráshóp með Agathe Sauzon frá Frakklandi og Laura Beveridge frá Skotlandi. Þær hefja leik á öðrum keppnisdegi kl. 16:20 að íslenskum tíma eða 14.20 að staðartíma í Frakklandi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ