Site icon Golfsamband Íslands

Guðrún Brá í fjórða sæti á LET Access móti í Frakklandi

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR kepptu á LET Access mótaröðinni í þessari viku.

Að þessu sinni var keppt í Frakklandi. Mótið heitir Lavaux Ladies Open.

Mótið hófst, miðvikudaginn 18. september, og var það hluti af LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.

Guðrún Brá endaði í fjórða sæti á -11 undir pari samtals sem er frábært skor á 54 holum. Hún lék á 69-69-67 eða 205 höggum. Ragnhildur lék á 75-68-78 eða +5 og endaði hún í 55. sæti.

Leiknir voru þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag.

Þetta er tíunda mótið hjá Ragnhildi á þessu tímabili en hún er í sæti nr. 81 á stigalistanum – nánar hér: Guðrún Brá er að leika á sínu ellefta móti á tímabilinu en hún er í sæti nr. 28. á stigalistanum – nánar hér:

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Exit mobile version