Auglýsing

Dagana 24. – 27. september verða  þrír íslenskir kylfingar á 1 stigi úrtökumótsins fyrir DP World Tour en mótið fer fram á Horsens Golfklub í Danmörku. Kylfingarnir eru Axel Bóasson, GK, Bjarki Pétursson, GKG og Hlynur Bergsson, GKG 

Axel er að fara í áttunda sinn á úrtökumótð. Hann tók fyrst þátt árið 2014. Hann komst inn á 2. stigið árið 2017 og 2023. Bjarki Pétursson er að fara í fjórða sinn í þetta ferli. Hann fór inn á lokaúrtökumótið, 3. stigið, árið 2019 þegar hann tók þátt í fyrsta sinn og á ný árið 2022 þegar hann tók þátt í annað sinn. Hlynur er að taka þátt í fyrsta sinn.

Nánar hér:

Á 1. stiginu fara úrtökumótin fram á níu keppnisstöðum á tímabilinu 27. ágúst – 27. september.  Það má gera ráð fyrir að um 20 efstu af hverjum velli fyrir sig komist áfram á 2. stig úrtökumótsins. 

Allar líkur eru á því að það verði 11 kylfingar frá Íslandi sem taka þátt á úrtökumótum fyrir DP World Tour á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. 

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson fara að öllum líkindum beint inn á 2. stig úrtökumótsins – en 2. stigið er leikið á fjórum völlum á Spáni 31. október – 3. nóvember.  

Lokaúrtökumótið, eða 3. stigið, fer fram á Infinitum völlunum við Tarragona á Spáni dagana 8.-13. nóvember. Þar fá 25 efstu keppnisrétt á DP World Tour

Fimm frá Íslandi hafa lokið keppni á 1. stigi úrtökumótsins

Böðvar Bragi Pálsson, GR, keppti á Arlandastad vellinum í Svíþjóð en hann lék fyrstu hringina á 77 og 78 höggum eða 15 yfir pari. Böðvar er úr leik en keppni hófst 10. september og lauk þann 13. september.

Þetta er í annað sinn sem Böðvar Bragi tekur þátt en hann komst ekki í gegnum 1. stigið í fyrra.

Nánar hér: 

Dagana 11. – 14. september kepptu fimm íslenskir kylfingar á 1. stiginu á Golfclub Schloss Ebreichs í Austurríki. Andri Þór Björnsson, GR, Aron Snær Júlíusson, GKG, Hákon Örn Magnússon, GR, Aron Gunnarsson, GOS og Logi Sigurðsson, GS. Íslensku kylfingarnir fimm komust ekki áfram en aðeins voru leiknar 36 holur vegna veðurs.

Andri Þór hefur tekið þátt fimm sinnum áður, hann komst inn á 2. stigið í fyrstu tilraun árið 2016 og árið 2019 komst hann inn á lokaúrtökumótið, eða 3. stigið. 

Aron Snær var að fara í fimmta sinn á úrtökumótið. Íslandsmeistarinn í golfi 2024 komst inn á 2. stigið árið 2017 þegar hann tók fyrst þátt.

Hákon Örn var að fara í þriðja sinn í þessa keppni. Aron Gunnarsson og Logi Sigurðsson hafa ekki farið áður á úrtökumótið fyrir DP World Tour. 

Nánar hér:

Böðvar Bragi Pálsson Myndsethgolfis
Axel Bóasson GK Myndsethgolfis
Bjarki Pétursson GKG Myndsethgolfis <br>
Hlynur Bergsson GKG Myndsethgolfis
Logi Sigurðsson GS Myndsethgolfis
Aron Emil Gunnarsson Myndsethgolfis
Hákon Örn Magnússon Myndsethgolfis
Aron Snær Júlíusson GKG Myndsethgolfis
Andri Þór Björnsson GR Myndsethgolfis
Guðmundur Ágúst og Haraldur Frankín Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ