Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd Tristan Jones/LET
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili Hafnarfirði, tekur þátt á stóru móti á LET Evrópumótaröðinni sem fram fer í Taílandi í þessari viku.

Mótið fer fram á Thai Country Club og verða leiknir 3 keppnishringir – fyrsti keppnisdagurinn er fimmtudagurinn 12. maí og lokahringurinn fer fram laugardaginn 14. maí.

Guðrún Brá er ráshóp með Marianne Skarpnord frá Noregi og Linda Weesberg frá Svíþjóð fyrstu tvo keppnisdagana – og skipa þær eitt af 26 liðum í mótinu.

Á fyrsta keppnisdeginum hefja þær leik kl. 03.40 að íslenskum tíma eða aðfaranótt fimmtudagsins 12. maí og á öðrum keppnisdegi hefja þær leik kl. 02:28 að íslenskum tíma eða aðfaranótt föstudagsins 13. maí.

Á þriðja keppnisdegi eru keppendur ræstir út eftir skori.

Eins og áður segir er mótið á meðal þeirra stærstu á keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar og verðlaunaféð er þrefalt hærra en á venjulegu móti á LET.

Alls eru rúmlega 130 milljónir kr. í heildarverðlaunafé en til samanburðar var heildarverðlaunaféð á mótunum í Ástralíu á dögunum um 30 milljónir kr.

Keppnisfyrirkomulag mótsins er bæði einstaklings – og liðakeppni. Í hverju liði eru þrír atvinnukylfingar og einn áhugakylfingur.

Liðakeppnin fer fram samhliða einstaklingskeppninni á fyrstu tveimur keppnisdögunum og á lokahringnum verða aðeins þeir leikmenn sem komast í gegnum niðurskurðinn.

Smelltu hér fyrir stöðu, rástíma og úrslit mótsins.

Tímamismunurinn á milli Íslands og Bangkok í Taílandi eru +7 tímar.

Þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi er með fullan keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, líkt og undanfarin ár. Hún hefur tekið þátt á sex mótum á tímabilinu.

Guðrún Brá náði sínum besta árangri á tímabilinu í lok apríl þegar hún endaði í 27. sæti á NSW mótinu í Ástralíu. Guðrún Brá hefur náð í gegnum niðurskurðinn á fjórum mótum af alls sex.

Á stigalistanum er Guðrún Brá í sæti nr 106 þessa stundina.

Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni.

Á fjórða tug móta eru á keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar.

Keppnisdagskrá LET 2022 er hér í heild sinni:

Guðrún Brá gerðist atvinnukylfingur árið 2018. Hún er fjórða konan frá Íslandi sem tryggir sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hafa einnig verið með keppnisétt á LET.

Alls lék Guðrún Brá á 16 mótum á LET Evrópumótaröðinni á síðasta tímabili. Besti árangur hennar á árinu 2021 var 12. sæti.

Á heimslistanum hefur Guðrún Brá farið upp um rúmlega 270 sæti á árinu 2021 en hún er í sæti nr. 625 á heimslistanum.

Guðrún Brá lék á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar, annað árið í röð. Guðrún Brá endaði í 75. sæti á stigalistanum á LET Evrópumótaröðinni en árið 2020 endaði hún í sæti nr. 127 á stigalistanum.

Það eru mörg ferðalög framunda á þessu ári hjá Guðrúnu Brá líkt og undanfarin ár. Mótin á LET fara fram í fimm mismunandi heimsálfum, Afríku, Asíu, Eyjaálfu, Evrópu og Norður-Ameríku.

Afríka (3 mót)
Kenía (1 mót)
Suður-Afríka (2 mót)

Asía (5 mót)
Sádí-Arabía (2 mót)
Indland
Dubaí
Eitt mót fer fram Asíu þar sem á eftir að staðfesta keppnisstað.

Eyjaálfa (2 mót)
Ástralía, (2 mót)

Evrópa (20 mót)
Spánn (4 mót)
Frakkland (3 mót)
Belgía,
Svíþjóð (2 mót)
England
Tékkland,
Holland,
Skotland (2 mót)
Norður-Írland
Finnland
Sviss
Írland
Eitt mót fer fram Evrópu þar sem á eftir að staðfesta keppnisstað.

Norður-Ameríka (1 mót)
Bandaríkin.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ