Guðrún Brá Björgvinsdóttir fékk mikla viðurkenningu í gær. Guðrún Brá mun leika á NCAA Regionals mótinu sem fram fer 8.-10. maí. Aðeins sex kylfingar fengu boð um að taka þátt og var Guðrún Brá ein af þeim. Frábær árangur Guðrúnar á keppnistímabilinu vakti athygli en hún var mjög oft besti leikmaður liðsins.
Aðrir keppendur tryggðu sig inn í úrslitakeppnina með skólaliðum sínum en Guðrún Brá tekur þátt í einstakingskeppninni en hún er í Fresno State háskólanum.
Regionals mótin eru undankeppnir fyrir sjálft landsmótið í bandaríska háskólagolfinu. Regionals mótin fara fram á fjórum stöðum og mun Guðrún Brá leika í Nýju Mexíkó.