Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/LET
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, endaði í 63. sæti á Golf Club Margara mótinu á Ítalíu sem er hluti af LET Evrópumótaröðinni.

Guðrún Brá er með keppnisrétt á flestum mótum á LET Evrópumótaröðinni. Hún hefur leikið á tíu mótum á tímabilinu. Besti árangur hennar er 27. sæti og hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á sjö mótum.

Guðrún Brá, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á +10 samtals (72-75-79). Hún er í 117. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar eftir mótið á Ítalíu.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Guðrún Brá hefur eins og áður segir leikið á tíu mótum á tímabilinu en hún hóf keppnistímabilið í Kenía um miðjan febrúar og hefur hún leikið víðsvegar um veröldina frá þeim tíma og má þar nefna Sádí-Arabíu, Ástralíu og Taílandi. Framundan eru fjölmörg mót sem fram fara í Evrópu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ