Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Sádí Arabíu 2020. Mynd/Tristan Jones.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, stóð sig vel á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar sem lauk í gær á Los Naranjos vellinum á Spáni.

Aðeins stigahæstu keppendur sterkustu atvinnumótaraðar Evrópu í kvennaflokki fengu keppnisrétt á þessu móti. Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá leikur á lokamóti mótaraðarinnar.

Guðrún Brá endaði i 28. sæti á lokamótinu þar sem hún lék hringina fjóra á +2 samtals ((79-70-72-69). Guðrún Brá endaði í 75. sæti á stigalistanum á LET Evrópumótaröðinni.

Með árangri sínum hefur hún tryggt sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili sem hefst í febrúar 2022.

Til samanburðar þá endaði Guðrún Brá í 127. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar í fyrra.

Alls lék Guðrún Brá á 16 mótum á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Besti árangur hennar á tímabilinu er 12. sæti.

Guðrún Brá er fjórða íslenska konan sem er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Hinar þjár eru Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Árangur íslenskra kylfinga á LET Evrópumótaröðinni á stigalistanum er:

2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 96. sæti

2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 33. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir 52. sæti.

2018: Valdís Þóra Jónsdóttir 38. sæti.

2019: Valdís Þóra Jónsdóttir 71. sæti.

2020: Valdís Þóra Jónsdóttir 88. sæti, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 122. sæti, Guðrún Brá Björgvinsdóttir 127. sæti.

2021: Guðrún Brá Björgvinsdótti 77. sæti þegar lokamótið er eftir.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ