/

Deildu:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Fresno State.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur leikið á sínu síðasta móti á háskólaferlinum fyrir Fresno State háskólann. Guðrún Brá keppti á einu af fjórum svæðisúrslitamótum NCCA og fór mótið fram á Albuquerque vellinum.

Keiliskonan endaði í 49. sæti í einstaklingskeppninni en hún lék lokahringinn á +8. Samtals lék hún hringina þrjá á +12 (73-75-80) eða 228 höggum. Sigurvegarinn í einstaklingskeppninni, Albane Valenzuela frá Stanford háskólaliðinu lék á -6 samtals (71-69-70) eða 210 höggum.

Guðrún Brá var í hópi sex kylfinga sem fengu boð um að taka þátt í þessu móti sem einstaklingar. Skólalið Guðrúnar komst ekki í svæðisúrslitin en hún hefur leikið vel með Fresno State í vetur.

Lokastaðan:

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ