/

Deildu:

Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ, Guðný Björg Jensdóttir og Jóhann Pétur Guðjónsson eigandi GB-ferða. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ég var mjög hissa þegar ég fékk símtalið frá GSÍ. Í fyrstu hélt ég að ég hefði gert eitthvað af mér, því sá sem hringdi spurði mig hvort ég héti ekki örugglega Guðný Björg og ég væri með þessa kennitölu. Síðan kom hann með góðu fréttirnar og ég var rosalega ánægð,“ segir Guðný Björg Jensdóttir sem er vinningshafi í 75 ára afmælisleik GSÍ og GB Ferða.

Guðný Björg fær að launum ferð fyrir tvo á hið sögufræga og glæsilega Belfry golfsvæði á auglýstum brottfarardögum GB Ferða á tímabilinu 2017-2018. Sjá nánar hér.

Guðný Björg var í hópi á annað þúsund kylfinga sem tóku þátt í afmælisleiknum þann 14. ágúst s.l. Og má gera ráð fyrir því að á þeim degi hafi stærsta golfmót Íslandssögunnar farið fram. Það eina sem þurfti að gera var að leika golf á afmælisdeginum, 14. ágúst, og skrá forgjafar- eða æfingarhring á golf.is.

Golfíþróttinni kynntist Guðný Björg fyrst fyrir 15 árum á Hornafirði en hún er 56 ára og félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

„Það var hvatning að sjá að það var afmælisleikur hjá GSÍ og GB Ferðum þann 14. ágúst þegar ég skráði skorið til forgjafar á þeim degi. Mér gekk alveg ágætlega á þessum hring og lék á 33 punktum. Það rigndi mikið en það var logn og þetta var góður dagur. Ég hef reynt að spila mikið í sumar og ég hef verið dugleg að sækja kvennamót til þess að fá tækifæri að spila á öðrum völlum. Í sumar hef ég farið að ég held á 4-5 kvennamót. Ég hef ekki gert mikið að því að spila golf erlendis, ég hef spilað þrisvar í útlöndum, og þetta verður því mjög spennandi,“ segir Guðný en hún hefur ekki ákveðið hver fær þann heiður að fara með henni í verðlaunaferðina.

„Maðurinn minn spilar ekki golf en hann kann samt alveg að spila þessa frábæru íþrótt. Núna þarf ég bara að setja niður með mínu fólki og ákveða hvernig við gerum þetta. Kannski förum við hjónin saman eða ég fæ einhverja góða vinkonu með mér til Belfry.

Jóhann Pétur Guðjónsson eigandi GB Ferða afhenti vinningshafanum verðlaunin í dag í blíðviðri við höfuðstöðvar GSÍ í Laugardal.

„Það er frábært fyrir okkur að taka þátt í þessum leik í tilefni 75 ára afmælis GSÍ. Við höfum selt ferðir til Belfry í tæplega 2 ár í góðu samstarfi við Icelandair. Eins og staðan er í dag þá eru GB Ferðir stærsti erlendi viðskiptavinur Belfry. Það hefur tekist með góðri markaðssetningu og það er gaman að selja ferðir á Belfry. Það koma allir ánægðir heim og margir sem fara aftur og aftur á Belfry,“ segir Jóhann. Hann bendir á að svæðið henti íslenskum kylfingum mjög vel.

Það koma allir ánægðir heim og margir sem fara aftur og aftur á Belfry

„Það er beint flug til Birmingham, stutt að fara frá flugvellinum til Belfry á hótelið. Það er ótakmarkað golf sem fylgir í öllum pökkunum okkar og það er í rauninni mjög einstakt á Englandi.

Það eru þrír golfvellir á Belfry, risastórt hótel, frábært æfingasvæði og stutt að fara inn í Birmingham borg. Vellirnir á Belfry eru misjafnlega krefjandi en það geta allir kylfingar á öllum getustigum fundið teiga sem henta þeirra leik og fengið góða upplifun á þessum völlum,“ segir Jóhann Pétur Guðjónsson eigandi GB Ferða.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ