Golfsamband Íslands

Guðmundur og Haraldur Franklín í 43. og 50. sæti í Danmörku

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt á Bravo Tours Open atvinnumótinu sem er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Mótið fór fram í Tønder í Danmörku á Rømø Golf Links vellinum.

Lokastaðan.

Kylfingarnir eru allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 43. sæti á +11 samtals (75-76-76). Haraldur Franklín Magnús endaði í 50. sæti á +12 samtals (77-73-78) og Andri Þór Björnsson lék á 83-77 og komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir 2. keppnisdag.

Sigurvegarinn var danski áhugamaðurinn Nicolai Höjgaard sem lék á -5 samtals.

Andri Þór Björnsson MyndShetland Nielsen

 

Exit mobile version