/

Deildu:

Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og liðsfélagar hans í East Tennessee State háskólaliðinu eru komnir áfram í úrslitakeppni háskólagolfsins í Bandaríkjunum. Guðmundur Ágúst lék á 3 höggum yfir pari samtals á Southern Conference mótinu sem fram fór á Pinehurst nr. 9 vellinum í Norður-Karólínu. Með sigrinum tryggði liðið sér keppnisrétt í Regionals úrslitum og með góðum árangri þar gæti liðið komist alla leið í úrslit NCAA – Nationals finals.

GR-ingurinn lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari eftir að hafa leikið síðustu 9 holurnar á -2. East Tennessee State sigraði með minnsta mun á SoCon mótinu og var árangur Guðmundar á síðustu 9 holunum því afar mikilvægur þegar uppi var staðið. Guðmundur Ágúst er á lokaári sínu með háskólaliðinu.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ