Site icon Golfsamband Íslands

Guðmundur Ágúst náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni á Stone Irish Challenge.

Mótið er hluti af næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challengetour, og fór keppnin fram á Headfort Golf Club.

Guðmundur Ágúst var í góðri stöðu fyrir lokahringinn, í 9. sæti. Keppni var hinsvegar aflýst á lokahringnum og lokaumferðin felld niður. Skorið eftir 54 holur var því látið standa og endaði Guðmundur Ágúst í 9. sæti á -7 samtals (70-67-72) og aðeins fjórum höggum frá efsta sætinu.

Íslandsmeistarinn í golfi 2019 hefur leikið á sex mótum á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur hans fyrir mótið á Írlandi var 13. sæti. Hann fór upp um 30 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og er hann í sæti nr. 109.

Lokastaðan er hér:

Hann tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með því að sigra á þremur mótum á þessu tímabili á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðmundur Ágúst er í 139 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar eins og staðan er núna.

Besti árangur hans er 13. sæti en hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum af alls fimm það sem af er tímabilinu.

Exit mobile version