Guðmundur Ágúst
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, um liðna helgi þegar hann endaði í 3. sæti á Vierumäki Finnish Challenge í Finnlandi.

Þar lék Guðmundur Ágúst á 20 höggum undir pari vallar. Hann hefur aldrei áður verið á meðal þriggja efstu á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki.

Fyrir þetta mót var 5. sætið besti árangur hans á mótaröðinni, á móti sem fram fór á Írlandi árið 2020

Hann hefur þrívegis verið á meðal 10 efstu en þetta er fjórða tímabilið hjá Guðmundi Ágústi á þessari mótaröð. Hann hefur leikið alls á 48 mótum á Áskorendamótaröðinni.

Í þessari viku keppir Guðmundur Ágúst á sjálfri DP Evrópumótaröðinni – sem er sterkasta atvinnumannadeildin í Evrópu. Það verður í sjötta sinn sem Guðmundur Ágúst keppir á DP Evrópumótaröðinni.

Smelltu hér fyrir heildaárangur Guðmundar á Áskorendamótaröðinni:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ