/

Deildu:

Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir fagnaði sigraði á Summit League Women’s Champion háskólamótinu sem fram fór dagana 21.-23. apríl.

Þetta er fyrsti sigur Huldu Clöru í bandaríska háskólagolfinu en hún keppir með Denver háskólaliðinu.

Hulda lék hringina þrjá á 210 höggum eða 6 höggum undir pari vallar (70-74-66) og var GKG-ingurinn einu höggi betri en skólafélagi hennar sem endaði í öðru sæti.

Lokahringurinn var mjög góður hjá Huldu Clöru þar sem hún fékk alls sjö fugla og einn skolla, og lék hringinn á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallar.

Í liðakeppninni sigraði lið Denver með miklum yfirburðum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ