Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, leikur á sínu öðru móti á keppnistímabilinu á DP World Tour mótaröðinni í þessari viku.

Mótið sem hefst á fimmtudaginn heitir Investec South African Open Championship og fer það fram á Blair Atholl Golf & Equestrian Estate vellinum í Jóhannesarborg.

Fyrsta mótið hjá Guðmundi fór fram í síðustu viku á Houghton golfvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Þar lék Guðmundur Ágúst á 6 höggum yfir pari samtals á fyrstu tveimur keppnisdögunum og það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Fyrstu mót tímabilsins á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu fara fram í Suður-Afríku og fjórða mótið í þessari keppnistörn hjá Guðmundi verður á eyjunni Máritíus á Indlandshafi.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit mótsins.

Alls eru 156 keppendur en mótið er einnig hluti af Sunshine Tour mótaröðinni í Suður-Afríku. Um helmingur keppenda er frá Suður-Afríku. Á þessu tímabili verða sex mót á DP World Tour haldin í samvinnu við Sunshine Tour í Suður-Afríku.

Keppnishaldið á TP World Tour teygir sig einnig til Ástralíu en í þessar viku fara fram mót í Suður-Afríku og Ástralíu á sama tíma – og eru bæði mótin hluti af DP World Tour. Mótin í Ástralíu er haldin í samvinnu við Áströlsku atvinnumótaröðina. Samskonar fyrirkomulag var í síðustu viku – eitt mót í Ástralíu og eitt mót í Suður-Afríku.

Mótaskrá DP World Tour 2022-2023 er hér:

Alfred Dunhill meistaramótið fer síðan fram 8.-11. desember á Leopard Creek vellinum í Malelane í Suður-Afríku.

Fjórða mótið í þessari keppnistörn fer fram 15.-18. desember þegar AfrAsia Bank Mauritius Open
fer fram á Mont Choisy Le Golf, Grand Baie á eyjunni Máritíus.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ