Site icon Golfsamband Íslands

Guðmundur Ágúst keppir á Áskorendamótaröðinni í Svíþjóð

Guðmundur Ágúst

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, og Haraldur Franklín Magnús, GR, léku báðir á Dormy Open sem fram fór í Svíþjóð dagana 18.-21. ágúst.

Keppnin fór fram á Österåkers vellinum í Stokkhólmi. Haraldur Franklín lék fyrstu tvo hringina á 75 og 71 höggi, og Guðmundur Ágúst lék á 72-76. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn en mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour.

Guðmundur Ágúst verður á meðal keppenda á næsta móti sem fram fer á Allerum vellinum við borgina Helsingborg í Svíþjóð dagana 25.-28. ágúst. Haraldur Franklín er ekki á keppendalista í því móti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Andri Þór Björnsson, GR, og Bjarki Pétursson, GKG, eru á biðlista fyrir næsta mót. Þeir eru 4. og 5. sæti biðlistans.

Dagana 1.-4. september verða Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín báðir á meðal keppenda á B-NL Challenge mótinu sem fram fer á Hulencourt vellinum í Belgíu.

Guðmundur Ágúst er í 82. sæti stigalistans á Áskorendamótaröðinni og Haraldur Franklín er í sætinu þar fyrir neðan. Lokamót tímabilsins fer fram á Mallorca í byrjun nóvember þar sem að 45 stigahæstu keppendurnir keppa um 20 laus sæti á DP-Evrópumótaröðinni.

Exit mobile version