Auglýsing

Á næstunni stendur íþróttahreyfingunni fyrir fræðsluviðburðum.

Laugardagur 27. ágúst 11:30-12:30 á vegum KSÍ.  

Æfingar og keppni kvenkyns leikmanna, með tilliti til tíðarhrings (Understanding Performance and the Menstrual Cycle). Fyrirlesari er Clare Conlon, starfsmaður írska knattspyrnusambandsins. Þessi fyrirlestur á erindi við íþróttakonur og þjálfara kvenna.

Skráning fer fram hér: Erindið verður flutt í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli, 3ju hæð. Ekkert streymi frá viðburðinum.

Mánudagur 29. ágúst Hádegisfundur í stofu M209 í HR kl. 11:50 á vegum ÍSÍ og HR. 

Goal Setting: Research to Application. Fyrirlesarar verða hinir virtu íþróttasálfræðingar Dr.Robert S. Weinberg og Dr. Daniel Gould. Í fyrrihluta fyrirlestursins verður fjallað um rannsóknir á mikilvægi markmiðasetningar í íþróttum, og ólíkar gerðir markmiðasetninga. Í seinni hlutanum verður áhersla lögð á grunnreglur markmiðasetningar á æfingum og einstaklingsmiðaða nálgun á að setja sér markmið. Frítt verður inn og skráningar er ekki krafist. Ekkert streymi.

Miðvikudagur 31. ágúst í stofu M209 í HR kl.12-13.15 í stofu á vegum ÍSÍ og HR. 
Örráðstefna um þjálfaramenntun. Frítt inn og engin skráning. Streymi.

12:00Þjálfaramenntun ÍSÍ       Viðar Sigurjónsson ÍSÍ
12:15Fjarnám – kostir og gallar   Ingi Þór Einarsson HR
12:30Gerð fræðsluefnis – samvinna sérsambandaHelga Svana Ólafsdóttir FSÍ
12:45Sérsambönd – háskólar – erlendar kröfur  Sveinn Þorgeirsson HR/fh. HSÍ
13:00Umræður – næstu skref?
13:15Ráðstefnulok

Laugardagur 3. september kl. 10 í höfuðstöðvum KSÍ.

Dr. Martin Halle, einn fremsti íþróttalæknir og hjartasérfræðingur Evrópu mun halda erindi á boðsfundi þann 3. september 2022 í höfuðustöðvum KSÍ. Um er að ræða fræðslufund um hjartatengd vandamál hjá íþróttafólki

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ