Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr GR var valinn íþróttamaður ársins í Reykjavík 2020 og íþróttakona ársins er Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona úr Fram. Kjörinu var lýst þann 17. desember s.l.

Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur sem stendur að þessu kjöri sem sett var á laggirnar árið 1979. Árið 2013 var kjörinu breytt með þeim hætti að kosið er um íþróttakonu og íþróttakarl Reykjavíkur á hverju ári.

Guðmundur Ágúst er fyrsti kylfingurinn sem er kjörin íþróttakarl ársins í Reykjavík frá því að kjörinu var breytt árið 2013. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kjörin íþróttakona ársins í Reykjavík 2017 og 2018. Ragnhildur Sigurðardóttir var kjörin íþróttamaður Reykjavíkur árið 2006 og Sigurður Pétursson var efstur í þessu kjöri árið 1985. Guðmundur Ágúst er því fjórði kylfingurinn úr röðum GR sem er efstur í þessu kjöri frá því það fór fyrst fram árið 1979.

Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. Sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum.

Sjá nánar í frétt á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ