Auglýsing

Atvinnukylfingurinn, Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er í hópi 11 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2022.

Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu og verður því lýst þann 29. desember.

Þetta er í fjórtánda sinn sem kylfingur kemst inn á topp 10 listann í kjörinu á íþróttamanni ársins og er þetta í annað sinn sem Guðmundur Ágúst er tilnefndur sem íþróttamaður ársins.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var efst í kjörinu árið 2017 og er hún eini kylfingurinn sem hefur fengið þetta sæmdarheiti.

Ólafía varð í þriðja sæti í þessu kjöri árið 2016.

Alls hafa fjórar konur úr röðum GSÍ verið á meðal 10 efstu í þessu kjöri og alls hafa þrettán kylfingar verið á topp 10 listanum frá því að kjörið fór fyrst fram.

Úlfar Jónsson hefur náð næst bestum árangri í kjörinu á Íþróttamanni ársins en hann varð í 2.-10. sæti árið 1987 þegar níu íþróttamenn deildu sætum 2.-10.

Sigurður Pétursson varð í 3. sæti árið 1985 og jafnaði Ólafía því afrek Sigurðar árið 2016.

Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð:

Anton Sveinn McKee, sund.
Elvar Már Friðriksson, körfubolti.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti.
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf.
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir.
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar.
Ómar Ingi Magnússon, handbolti.
Sandra Sigurðardóttir, fótbolti.
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti.
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti.

Í ár gerðist það að tveir íþróttamenn urðu jafnir að stigum í 10. – 11. sæti. Reglur kjörsins segja aðeins til um hvað gera eigi séu tveir jafnir í 1. sæti. Reglurnar ná ekki yfir sætin fyrir neðan. Það eru því 11 íþróttamenn á topp listanum í ár. Það gerðist síðast árið 2000. Alls hefur það sjö sinnum gerst að topp 11 listi hefur verið birtur í stað topp 10. Árin 1963, 1978, 1982, 1984, 1985, 1988 og 2000 var topp 11 listi, þ.e. tveir jafnir í 10. Sæti.

Samtök íþróttafréttamanna hafa valið þjálfara – og lið ársins frá og með árinu 2012.

Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins eru:
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta

Lið ársins sem koma til greina í kjörinu á liði ársins 2022 eru:
Íslenska karlalandsliðið í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta
Valur, meistaraflokkur karla í handbolta

Félagar í Samtökum íþróttafréttamanna eru nú 31 og tóku þeir allir þátt í kjörinu í ár.

Hér má sjá lista yfir þá sem eru í samtökunum.

Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins 2022 verður lýst í Hörpu 29. desember. Sýnt verður beint frá hófinu á RÚV klukkan 19:40.

Eftirtaldir kylfingar hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins og í sviganum er sætið sem kylfingurinn endaði í kjörinu það ár.

1963: Magnús Guðmundsson (10.)
1965: Magnús Guðmundsson (7.)
1977: Björgvin Þorsteinsson (9.)
1979: Hannes Eyvindsson (8.)
1981: Ragnar Ólafsson (6.)
1984: Ragnar Ólafsson (9).
1985: Sigurður Pétursson (3.)
1986: Úlfar Jónsson (9.)
1987: Úlfar Jónsson (2.-10.)
1988: Úlfar Jónsson (5.)
1990: Úlfar Jónsson (4.)
1992: Úlfar Jónsson (5.)
1993: Úlfar Jónsson (5.) Þorsteinn Hallgrímsson (8.)
1996: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
1997: Birgir Leifur Hafþórsson (6.)
1998: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.)
2000: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2001: Birgir Leifur Hafþórsson (6.)
2002: Ólöf María Jónsdóttir (9.)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.)
2004: Ólöf María Jónsdóttir (4.), Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2005:Ólöf María Jónsdóttir (8.)
2006: Birgir Leifur Hafþórsson (4.)
2007: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2011: Ólafur Björn Loftsson (10.)
2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (3.)
2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1.), Valdís Þóra Jónsdóttir (9).
2018: Haraldur Franklín Magnús (7.)
2019: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (9.)
2022: Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

(1) Magnús Guðmundsson (2), (2) Björgvin Þorsteinsson, (3) Hannes Eyvindsson, (4) Ragnar Ólafsson (2), (5) Sigurður Pétursson, (6) Úlfar Jónsson (6), (7) Þorsteinn Hallgrímsson, (7) Birgir Leifur Hafþórsson (7), (8) Ragnhildur Sigurðardóttir (2), (9) Ólöf María Jónsdóttir (3), (10) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (3), (11) Valdís Þóra Jónsdóttir (1), (12) Haraldur Franklín Magnús (1), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2).

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ