GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, voru á meðal keppenda á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu. Leikið er á Fjällbacka Golfklubb vellinum og er mótið hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni.
Guðmundur Ágúst náði fínum árangri og endaði í 9. sæti á -7 samtals (67-71-68).
Haraldur Franklín og Andri Þór komust ekki í gegnum niðurskurðinn.