Guðmundur Ágúst
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, endaði í 12.-19. sæti á Irish Challenge mótinu sem fram fór á Portmarnock Links á Írlandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu.

Guðmundur Ágúst lék samtals á 3 höggum undir pari vallar en sigurvegarinn lék á 9 höggum undir pari samtals. Besti árangur Guðmundar er 4. sæti á þessari mótaröð. Hann hefur nú leikið á þremur mótum á þessu tímabili. Eins og staðan er núna er Guðmundur Ágúst í 67. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Á síðasta ári var Guðmundur Ágúst á meðals 45 efstu sem fengu tækifæri til þess að keppa um sigurinn á stigamótaröðinni á lokamóti tímabilsins.

Guðmundur er í 608 sæti heimslista atvinnukylfinga – en hann fór úr sæti nr. 662. Besti árangur hans á heimslistanum er 508. sæti.

Lokastaðan er hér:

Guðmundur Ágúst

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ