Hilmar Björnsson, Hulda Bjarnadóttir, Brynjar Eldon Geirsson.
Auglýsing

Bein sjónvarpsútsending verður frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi 9.-12. ágúst 2023. Útsendingin verður á RÚV líkt og undanfarin ár.

Samningur til þriggja ára um útsendingar frá Íslandsmótinu í golfi var undirritaður nýverið. Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ, Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ og Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV undirrituðu samninginn.

Íslandsmótið í golfi hefur verið í  beinni sjónvarpsútsendingu í rúmlega aldarfjórðung

Fyrst var sýnt frá Íslandsmótinu í beinni útsendingu árið 1998 þegar mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru.  Það er einsdæmi á heimsvísu að sýnt sé frá meistaramóti áhugakylfinga í beinni sjónvarpsútsendingu 

Útsendingin í ágúst n.k. verður sú tólfta hjá RÚV en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á SÝN og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport.

Hilmar Björnsson, Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ