Bjarki Pétursson slær hér á 7. teig á Jaðarsvelli í dag. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Vallarmetin á Jaðarsvelli voru bætt þriðja daginn í röð á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lék best allra í dag eða á -5 og deilir hann efsta sætinu á -7 samtals með Guðmundi Ágústi Kristjánssyni úr GR sem lék einnig frábært golf dag en hann tapaði ekki höggi og lék á 66 höggum. Það voru margir aðrir kylfingar sem létu að sér kveða í dag og léku undir pari vallar. Axel Bóasson úr GK, hafði eitt högg í forskot fyrir hringinn í dag, en hann lék á 69 höggum eða -2 og er hann einu höggi á eftir efstu mönnum.

Það voru frábærar aðstæður á Jaðarsvelli í dag, logn og lítilsháttar úrkoma, og nýttu kylfingarnir sér aðstæðurnar til þess að leika frábært golf. Alls eru 13 kylfingar undir pari vallar sem er einstakt í sögu Íslandsmótsins í golfi. Mótsmetið er -12 en það setti Þórður Rafn Gissurarson úr GR í fyrra þegar hann fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Garðavelli á Akranesi.
„Ég byrjaði með flugeldasýningu og vippaði í fyrir erni á 2. braut og það kveikti aðeins í mér. Fékk góða fugla á næstu holum en um miðjan hringinn fór ég aðeins að hökta, missti tvö pútt, og fékk skolla. Það lagaðist og ég er virkilega sáttur við hringinn og vallarmetið. Ég tók þá ákvörðun í fyrra að draga mig aðeins frá og laga tæknina, hef unnið með Arnari Má Ólafssyni, þetta ferli er að klárast og ég er á réttri leið. Arnar hefur einnig bent mér á aðra hluti og ég sótti mun meira í dag eftir að hafa rætt við hann í gær. Ég var ekki að sækja af teig heldur í innáhöggunum og kom mér í góð færi. Það verður spennandi að takast á við lokahringinn en ég mæti bara með 3-járnið á 1. teig á morgun eins og áður og reyni að slá mitt besta golfhögg,“ sagði Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness.
Screen Shot 2016-07-24 at 9.29.52 AM

Það var góður sláttur hjá mér í dag. Ég kom mér í góð færi en setti ekki mörg pútt ofaní á fyrri 9 en var betri á síðari 9 holunum. Ég hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda og þetta var bara góður hringur. Örvar Samúelsson, fyrrum klúbbmeistari GA, er aðstoðarmaður Guðmundar í mótinu og segir Guðmundur að það sé gott að hafa vin sinn á „pokanum“. „Við erum ekki að tala mikið um hvernig best sé að leika völlinn, við sjáum þetta svipað, og það er betra að hafa vin sinn á pokanum,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR slær hér á 7. teig í dag. Mynd/seth@golf.is
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR slær hér á 7 teig í dag Myndsethgolfis

Staða efstu manna fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni 2016:

Jaðarsvöllur, par 71.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68-66) 206 högg -7
Bjarki Pétursson, GB (72-69-65) 206 högg -7
Aron Snær Júlíusson, GKG (67-73-67) 207 högg -6
Axel Bóasson, GK (71-67-69) 207 högg -6
Andri Már Óskarsson, GHR (73-67-66) 208 högg -5
Haraldur Franklín Magnús, GR (71-71-67) 209 högg -4
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-70-71) 210 högg -3
Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-71-69) 211 högg -2
Aron Bjarki Bergsson, GKG (70-72-69) 211 högg -2
Gísli Sveinbergsson, GK (72-67-72) 211 högg -2
Rúnar Arnórsson, GK (72-67-72) 211 högg-2
Andri Þór Björnsson, GR (72-73-67) 212 högg -1
Andri Þór Björnsson, GR (72-73-67) 212 högg -1
Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (71-72-70) 213 par

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ