Auglýsing

Á aðalfundi GR þann 3. desember n.k. verður lögð fram tillaga um breytingar á árgjöldum í klúbbinn. Sjá frétt hér fyrir neðan af heimasíðu GR:

Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur hefur haft til umfjöllunar árgjöld félagsins og hvernig þeim verði beitt til að styðja við markmið félagsins um tekjuöflun. Við þá skoðun kom ýmislegt áhugavert í ljós.

Meðalaldur félagsmanna í GR hefur hækkað nokkuð undanfarin ár. Brottfall er meira í yngri aldurshópum og nýliðun sterkari í þeim eldri. Það er mat stjórnar GR að mikilvægt sé að styðja við aðgengi og nýliðun yngri aldurshópa klúbbsins og árgjöld eru ein leið til þess að styðja við þá þróun. Þá hefur einnig átt sér stað mikil umræða meðal eldri kylfinga klúbbsins hvort réttlátt sé að árgjöld þeirra lækki, enda hafi þeir greitt lengi til klúbbsins.

Með þessi grunnatriði að vopni réðst stjórn í enduruppröðun aldursflokka og leggur fram eftirfarandi tillögu til breytinga á þeim á aðalfundi:

0-18 ára 15%
19-26 ára 50%
27-70 ára 100%
71-74 ára 75%
75+ ára* 50%

*Afsláttargjald fyrir 75 ára og eldri er háð því skilyrði að félagsmaður hafi verið meðlimur í GR í 10 ár eða lengur.

Samhliða breytingum á árgjöldum hefur stjórn klúbbsins lagt fram breytingu á lögum félagsins, sem betur má sjá undir „Skjöl“ hér neðar á síðunni.

Tillaga þessi skal send út til félagsmanna með góðum fyrirvara fyrir aðalfund svo félagsmenn geti kynnt sér hana í þaula og um hana sé uppbyggileg umræða á aðalfundi.

GR lagabreytingatillögur, skjal:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ