/

Deildu:

Auglýsing

Frétt af heimasíðu GR.

Við hjá Golfklúbbi Reykjavíkur auglýsum laus störf eftirlitsmanna fyrir komandi tímabil. Golfklúbbur Reykjavíkur rekur tvo golfvelli, annars vegar í Grafarholti og hins vegar á Korpúlfsstöðum. Í Grafarholti er að finna 18 holu golfvöll ásamt 6 holu æfingavelli, á Korpúlfsstöðum er 27 holu golfvöllur ásamt 9 holu æfingavelli – Thorsvöllur. Árlega eru leiknir rúmlega 60 þúsund hringir á völlum klúbbsins og krefst slík umferð góðrar umhirðu og eftirlits.

Helstu verkefni eftirlitsmanns eru:

  • Þjónusta við félagsmenn
  • Umsjón og umhirða á völlum
  • Eftirlit með leik og leikhraða
  • Leitað er eftir jákvæðum einstaklingum sem hafa þekkingu á golfíþróttinni, eru stundvísir og samviskusamir og með góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Ráðningartímabil eru fimm mánuðir, frá maí fram í september.

Umsóknarfrestur er til 10. mars 2016 og skulu umsóknir berast á póstfangið omar@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ