/

Deildu:

Frá Nesvelli.
Auglýsing

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 23. júní næstkomandi og í tilefni af því hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Golfsamband Íslands slegið upp til golfveislu. Golfíþróttin verður í fyrsta sinn Ólympíugrein á leikunum í Ríó 2016 og því verður haldið golfmót fyrir Ólympíufara á Nesvellinum (NK).

Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla okkar frábæru Ólympíufara úr öllum greinum að hittast, njóta þess að leika golf saman og hittast í góðra vina hópi. Þeir sem ekki leika golf geta samt komið og fylgst með af hliðarlínunni þiggja léttar veitingar með kylfingum og nýta sér púttsvæði Nesklúbbsins en haldið verður lítið púttmót samhliða mótinu á stóra vellinum.

Leikfyrirkomulag

Leikið verður 9 holu fjögurra manna Texas – Scramble og ræst verður út á öllum teigum klukkan 11:00 og þátttakendur því beðnir um að mæta tímanlega ca. (10:00) , kaffi og léttar veitingar í boði. Eftir mótið verður boðið upp á súpu og brauð ásamt því að stefnt er að því að fá innsýn í undirbúning þeirra sem eru að fara á leikanna í ár.

Við vonumst við til að þú sjáir þér fært að mæta og þiggja boðið og njóta dagsins í frábæru umhverfi á Seltjarnarnesi.

Þeir sem ætla sér að taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta þátttöku sína með tölvupósti á netfangið:

brynjar@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ