Site icon Golfsamband Íslands

Golfsýningin 2019 – margt í boði um helgina og frítt inn!

GSÍ og PGA verða á Golfsýningin 2019 um helgina sem haldin er í íþróttahúsinu í Smáraranum í Kópavogi.

Opið verður báða dagana frá 10-16 og er aðgangur ókeypis.

PGA á Íslandi ásamt GSÍ standa fyrir viðburðum og leikjum alla helgina.

Golfkennarar verða á svæðinu auk þess sem dómarar kynna breytta golfreglur og auðvita verður boðið upp á SNAG golf fyrir yngstu kynslóðina.

Enginn kylfingur ætti að láta sýninguna fram hjá sér fara og munið að frítt er á sýninguna.

Hægt er að kynna sér sýninguna betur og hvaða sýnendur verða á svæðinu inni á fésbókarsíðunni Golfsýningin 2019.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Exit mobile version