Auglýsing

Golfsamband Íslands (GSÍ) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri Golfsambandsins ber ábyrgð á daglegum rekstri og sér til þess að þjónusta sambandsins sé veitt í samræmi við stefnu GSÍ. Framkvæmdastjóri undirbýr og situr stjórnarfundi og hefur yfirumsjón með áætlanagerð og tekjuöflun.

Golfsamband Íslands er íþróttasamband rúmlega 60 golfkúbba með tæplega 17.000 félagsmenn. Golfsambandið hefur vaxið hratt undanfarin ár og er næststærsta sérsamband innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hlutverk þess er að vera leiðandi og sameinandi afl innan golfhreyfingarinnar, auka útbreiðslu, efla samskipti og styðja við barna-, unglinga- og afreksstarf á Íslandi.

Helstu verkefni:

Daglegur rekstur sambandsins í umboði stjórnar
Ábyrgð á fjármálum, stefnumótun og markmiðasetningu
Áætlanagerð, gerð ársreikninga, ársskýrslna og upplýsingagjöf til stjórnar
Öflug samskipti og samstarf við golfklúbba innan GSÍ sem og erlend samskipti
Menntunar- og hæfniskröfur:

Góð reynsla af stjórnun og rekstri
Menntun sem nýtist í starfi
Þekking á golfíþróttinni er æskileg
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Reynsla af starfi innan íþróttahreyfingar er kostur
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. mars 2016.

Nánari upplýsingar veitir:
Sverrir Briem – sverrir@hagvangur.is

Auglýsingin á hagvangur.is

Screenshot (35)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ