Golfsamband Íslands

Golfreglur 2019: Vítasvæði í stað vatnstorfæra

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Í stað vatnstorfæra eru nú komin vítasvæði. Ekki er lengur þörf á að þau tengist vatnasvæðum og klúbbar mega því skilgreina vítasvæði þar sem þeir vilja.

Vítasvæði eru áfram gul og rauð, með sambærilegum möguleikum á lausn og áður.

Þó hefur verið felldur út sá möguleiki sem fyrri reglur buðu upp á að taka hliðarlausn hinum megin við rautt vítasvæði. Hægt er að setja staðarreglu sem heimilar slíka lausn en hún er ekki í boði í almennu reglunum.

Með þessari breytingu er golfklúbbum gefið aukið frjálsræði í skilgreiningu vítasvæða, t.d. til að flýta leik.

Sjá reglu 17 og skilgreiningu á vítasvæði.

Exit mobile version