Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Þegar þú lætur bolta falla þarf boltinn að lenda innan lausnarsvæðis.

Lausnarsvæðið er oftast ein kylfulengd frá viðmiðunarstað (t.d. þegar tekin er vítalaus lausn frá göngustíg) en tvær kylfulengdir þegar tekin er hliðarlausn (t.d. úr rauðu vítasvæði). Lausnarsvæðið nær þó aldrei nær holunni en viðmiðunarstaðurinn.

Boltinn þarf að lenda innan lausnarsvæðisins og má ekki rúlla út fyrir lausnarsvæðið. Ef boltinn rúllar út fyrir lausnarsvæðið þarftu að láta boltann falla aftur. Rúlli hann aftur út fyrir lausnarsvæðið áttu að leggja boltann þar sem hann lenti á jörðinni í seinni tilrauninni.

Sjá reglu 14.3c

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ