Golfsamband Íslands

Golfreglur 2019: Það er vítalaust þótt þú tvísláir boltann óvart

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Ef þú slærð boltann óvart tvisvar (eða oftar) í sama högginu er það vítalaust. Þú telur eitt högg og leikur boltanum þar sem hann stöðvast.

Ef þú hins vegar tvíslærð boltann viljandi þarftu að telja eitt högg og bæta við tveimur vítahöggum fyrir að hafa áhrif á bolta á hreyfingu.

Að tvíslá boltann gerist yfirleitt alltaf óvart. Hvar boltinn hafnar er ófyrirsjáanlegt og sjaldnast hagnast leikmaðurinn nokkuð á því. Þess vegna var talið sanngjarnt að fella þetta víti niður.

Sjá reglu 10.1a

Exit mobile version