/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Í golfreglunum er vellinum skipt upp í fimm svæði, almenna svæðið, teiginn, glompur, vítasvæði og flötina.

Almenna svæðið, glompur og vítasvæði eru „föst“ allan hringinn, en teigurinn og flötin fara eftir því hvaða holu við erum að leika. Þannig falla t.d. 4. teigurinn og 4. flötin undir almenna svæðið þegar við erum að leika aðrar holur en þá fjórðu.

Ástæða þessarar flokkunar er að ólíkar reglur gilda eftir því á hvaða svæði boltinn er. T.d. megum við lagfæra flestar skemmdir á flötinni, sem við megum ekki gera á almenna svæðinu. Við megum ekki snerta sand í aftursveiflunni ef boltinn er í glompu en við megum það ef við erum að leika boltanum úr sandi á öðrum svæðum vallarins. Við megum tía boltann upp ef hann er á teignum en megum það ekki á öðrum svæðum vallarins. Og svo framvegis.

Sjá reglu 2.2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ