Golfsamband Íslands

Golfreglur 2019: Sokkinn bolti

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Nú færðu lausn frá sokknum bolta hvar sem er á almenna svæðinu, nema í sandi utan brauta.

Til að boltinn teljist sokkinn þarf hann að vera að einhverju marki fyrir neðan yfirborð jarðarinnar, ekki nægir að hann sé á kafi í gróðri.

Áður var þetta stundum leyft (með staðarreglu) í einstaka mótum, en er nú almenn golfregla.

Með þessari breytingu er samræmi í golfreglunum aukið, þar sem þetta var áður eina golfreglan um lausn sem gerði greinarmun á hversu hátt gras var slegið á almenna svæðinu.

Sjá reglu 16.3

Exit mobile version