/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Áður léstu bolta ýmist falla innan ákveðins svæðis (t.d. innan tveggja kylfulengda þegar þú tókst hliðarlausn úr rauðu vítasvæði), á ákveðna línu (t.d. við að taka víti úr gulu vítasvæði) eða á tiltekinn stað (t.d. við að taka fjarlægðarvíti á braut).

Reglurnar hafa nú verið staðlaðar þannig að þegar þú lætur bolta falla hefurðu alltaf ákveðið lausnarsvæði þar sem boltinn þarf að lenda. Ef þú tekur t.d. fjarlægðarvíti úti á braut er lausnarsvæðið ein kylfulengd frá staðnum þar sem þú slóst síðasta högg. Svæðið er þá hálfhringur því það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn.

Með þessari breytingu hefur útfærslan á því að láta bolta falla verið einfölduð. Þegar við látum bolta falla höfum við alltaf tiltekið lausnarsvæði þar sem boltinn á að lenda. Lausnarsvæðið er oftast ein kylfulengd frá viðmiðunarstaðnum, nema tvær þegar við tökum hliðarlausn (ósláanlegur bolti og lausn frá rauðum vítasvæðum).

Sjá reglu 14.3b

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ