/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Fjarlægðarmælar eru nú leyfðir samkvæmt almennum golfreglum.

Áður þurfti að setja staðarreglu til að heimila notkun þeirra en nú má nota fjarlægðarmælana þótt slík staðarregla sé ekki fyrir hendi. Á hinn bóginn má nú setja staðarreglu sem bannar notkun fjarlægðarmæla.

Litið er svo á að notkun fjarlægðarmæla samræmist grunngildum leiksins þar sem mat á fjarlægðum sé ekki einn þeirra þátta sem reyna eiga á hæfni leikmannsins. Auk þess er löng hefð fyrir að fjarlægðarupplýsingar séu tiltækar leikmönnum, s.s. með fjarlægðarstikum eða merkingum á vökvunarstútum.

Sjá reglu 4.3

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ