Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.
Ef þú átt að setja bolta aftur á sama stað (t.d. ef einhver hreyfir boltann óvart) áttu alltaf að leggja boltann.
Áður gilti að láta þurfti boltann falla ef upphaflega staðsetningin var óþekkt. Nú áttu einfaldlega að áætla þessa upphaflegu staðsetningu og leggja boltann þar.
Ef boltinn lá ofan á, undir eða upp að einhverju þarf að leggja boltann aftur í sömu aðstæður. Í þeim tilfellum að upphaflega legan hefur breyst áttu að endurgera leguna ef boltinn var í sandi en annars að leggja boltann innan einnar kylfulengdar frá upphaflega staðnum, ekki nær holunni, þar sem legan er sem líkust upphaflegu legunni.
Sjá reglur 14.2c og 14.2d.