Golfsamband Íslands

Golfreglur 2019: Að snerta leiklínuna á flötinni

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Ekki er lengur bannað að snerta leiklínuna þegar boltinn er á flötinni, t.d. þegar kylfuberi bendir leikmanni á stað til að miða á. Þó má við það ekki lagfæra leiklínuna, umfram það sem almennt er leyft varðandi lagfæringar á flötinni.

Breytingin er m.a. gerð til að einfalda reglurnar, þar sem ýmsar undantekningar voru í fyrri reglum við banninu um að snerta leiklínuna. Auk þess er litið svo á að leikmaðurinn hagnist ekkert á því að leiklínan sé snert og því sé þetta bann óþarft.

Sjá reglu 10.2b

Exit mobile version