/

Deildu:

Auglýsing

Kæri félagi.

Nú ætti Golfreglubókin 2019 að vera komin í þínar hendur. Við sendum hana heim til þín í pósti og vonum að hún hafi fengið sitt pláss í hanskahólfinu hjá þér — eða hvar svo sem hún kemur þér best að gagni.

Hafi bókin ekki borist nú þegar skaltu endilega láta okkur vita með tölvupósti á info@golf.is og við sendum þér þitt eintak að bragði. Golfreglubókin verður einnig aðgengileg á golfvöllum landsins í sumar.

Líkt og síðustu ár styrkir Vörður útgáfu Golfreglubókarinnar sem kemur að þessu sinni með plastslíðri sem ver bókina þína fyrir veðri, vindum og mögulegu vatnstjóni.

Sem fyrr býður Vörður kylfingum landsins að taka þátt í fræðandi leik á vefnum til að viðhalda þekkingu okkar á reglum golfsins.

Kíktu á vef Varðar og skráðu þig fram fyrir röðina í golfleiknum 2019

Golfsamband Íslands vonar að Golfreglubókin 2019 gagnist þér sem allra best og óskar þér góðs gengis á vellinum í sumar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ