Frétt af heimasíðu GM.
Þá er annað tölublað GolfMos komið út. Að þessu sinni er blaðið er upplýsingarrit fyrir félagsmenn GM um innanfélagsstarf sumasins 2016. Í blaðinu er að finna upplýsingar um helstu innanfélagsmót og aðra starfsemi í sumar. Yfirlit er í blaðinu yfir mótadagskrá sumarins ásamt því að fyrikomulagi á innanfélagsmótum er tilkynnt.
Í blaðinu er viðtal við Siggeir Kolbeinsson formann mótanefndar og fáum við að kynnast honum aðeins nánar. Ennfremur er að finna í blaðinu upplýsingar varðandi val í keppnissveitir GM ásamt öðrum fróðleiksmolum.
Von er á öðri blaði núna í maí en það blað mun innihalda frekari upplýsingar um starfsemi GM í sumar – m.a. fyrirkomulag golfkennslu félagsmanna. Ennfremur verður að finna þar áhugavert viðtal við nýjan félagsmann GM ásamt fleiri skemmtilegum atriðum.