/

Deildu:

Auglýsing

Vefsíða Golfleiks Varðar og Golfsambandsins er tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna. Frábær þátttaka var í Golfleiknum síðasta sumar þar sem kylfingar fengu að spreyta sig í þekkingu á golfreglum.

Þar stóð Steinþór Haraldsson uppi sem sigurvegari. Vörður og GSÍ munu standa að nýjum Golfleik á þessu ári og er undirbúningur þegar hafinn.

Þátttakan var framar vonum í leiknum s.l. sumar. Um 10.000 skráningar voru í leikinn þar sem þátttakendur fengu að reyna á kunnáttu sína á golfreglunum.

Þeir sem tóku þátt fengu viðurkenningarnar brons, silfur eða gull eftir því hversu vel þeir stóðu sig. Keppendur voru vel að sér í golfreglunum því 65% þeirra sem tóku þátt fengu gullmedalíu.

Steinþór hafði heppnina með sér og var dreginn út í lok keppninnar. Hann fékk golfferð fyrir tvo á Montecastillo golfsvæðið á Spáni með Heimsferðum.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ