/

Deildu:

Auglýsing

Samtökin Golf Iceland eru samtök golklúbba og stærstu ferðaþjónustufyrirtækja landsins auk GSÍ og Ferðamálastofu. Í upphafi voru 10 golfklúbbar aðilar að samtökunum,en nú með aðild GOS eru golfvellirnir í samtökunum orðnir 16 Fjölgun aðila eykur eðlilega möguleika til frekari kynningarverkefna.

Golf Iceland vinnur að því að kynna starfsemi sinna meðlima með það markmið að auka viðskipti  ferðamanna við viðkomandi aðila og þá er horft sérstaklega til erlendra kylfinga. Samtökin og þeir golfklúbbar sem eru meðlimir eru einnig meðlimir í IAGTO stærstu alþjóðlegu kynningarsamtökum söluaðila golfferða.

Þá er lögð áhersla á fjölmiðlatengsl, sem hafa  skilað sér í aukinni umfjöllun um golf á Íslandi í erlendum fjölmiðlum. Nægir þar að nefna sem dæmi nokkra kynningarþætti Golfing World, sem þeir hafa gert hér á landi og eru sýndir um allan heim.

Viðskipti ferðamanna eru golfvöllum mikilvæg enda ljóst að undanfarin ár hafa ferðamenn skipt verulegu máli og jafnvel skipt sköpum fyrir einstaka klúbba hvað varðar tekjur sumarsins að sögn forsvarsmanna þeirra.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ