Golfsamband Íslands

Golfklúbbur Reykjavíkur tekur þátt á EM golfklúbba sem fram fer í Portúgal

Íslandsmeistaralið GR 2021 í karlaflokki. Mynd/seth@golf.is

Evrópumót golfklúbba í karlaflokki fer fram á Troia Golf vellinum í Portúgal dagana 21.-23. október.

Golfklúbbur Reykjavíkur, Íslandsmeistar golfklúbba 2021, tekur þátt á EM ásamt 23 öðrum golfklúbbum.

Þrír leikmenn eru í hverju liði. Keppt er í höggleik og tvö bestu skorin telja í hverri umferð.

Lið GR er þannig skipað: Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmundsson og Viktor Ingi Einarsson. Arnór Ingi Finnbjörnsson er liðsstjóri.

Eins og áður segir eru alls 23 lið sem taka þátt.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor, stöðu og úrslit.

Exit mobile version