Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í 17. sinn á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild kvenna í dag á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR lagði sveit Keilis í úrslitaleiknum 4 ½ – ½. en úrslitaleikurinn var mjög spennandi.
Það var líka gríðarleg spenna um fall í 2. deild en GS náði að bjarga sér frá falli á kostnað NK og GO sem leika í 2. deild að ári.
Sigrar Golfklúbbs Reykjavíkur á Íslandsmóti golfklúbba (1982, 1983, 1984, 1986, 1987, 1988, 1990, 1992, 1993, 1999, 2000, 2004, 2005, 2010, 2011, 2012, 2015.)
Lokastaðan – Leirdalsvöllur GKG:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbburinn Keilir
3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
5. Golfklúbbur Suðurnesja.
6. Nesklúbburinn.
7. Golfklúbbur Akureyrar.*
8. Golfklúbburinn Oddur.*
GA og GO falla í 2. deild.
Öll úrslit úr 1. deild kvenna má nálgast hér:
2. deild kvenna – Svarfhólsvöllur Selfoss:
*GOS og GL léku til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild að ári.
Lokastaðan:
- Golfklúbburinn Leynir*
- Golfklúbbur Selfoss*
- Golfklúbbur Fjallabyggðar
- Golfklúbburinn Vestarr
- Golfklúbbur Sauðárkróks
- Golfklúbbur Hveragerðis
Öll úrslit úr 2. deild kvenna má nálgast hér: