Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram á Leirdalsvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar dagana 24.-26. júlí 2025.
Smelltu hér til að sjá úrslit allra leikja:
Heimalið GKG mætti GR í úrslitum mótsins. Bæði lið léku frábært golf í mótinu, en GR stóð uppi sem sigurvegari eftir 3-2 sigur í úrslitum.
Þetta er í 26. skipti sem GR sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba.
Golfklúbburinn Keilir sótti þriðja sætið eftir 4-1 sigur gegn Golfklúbbi Akureyrar.
Alls kepptu átta lið um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2025.
Liðunum átta var skipt upp í tvo fjögurra liða riðla, þar sem efstu tvö liðin úr hvorum riðli færu áfram í undanúrslit. Neðsta liðið fellur um deild, og leikur í 2. deild að ári.
A-riðill:
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fór auðveldlega í gegnum riðilinn, og endaði með 14.5 vinninga af 15 mögulegum.
Golfklúbbur Akureyrar hafnaði í öðru sæti riðilsins og komst því áfram í undanúrslitin.
Golfklúbbur Selfoss endaði í þriðja sæti og Golfklúbbur Vestmannaeyja í því fjórða.
B-riðill:
Í B-riðli var hart barist um sæti í undanúrslitum. Golfklúbbur Reykjavíkur vann alla sína leiki í spennandi viðureignum.
Hin liðin deildu með sér sigrum. GK, GS og GM sigruðu hvert einn leik í riðlinum, og því var það liðið með flesta innbyrðis sigra sem komst áfram í undanúrslitin. 5-0 sigur Keilis á Suðurnesjunum reyndist þar dýrmætur, og þeir á leið í undanúrslitin gegn GKG.
Undanúrslit:
GKG sigraði sveit GK í fyrri undanúrslitaleiknum, 3.5-1.5.
GR sigraði GA í seinni undanúrslitaleiknum, 3.5-1.5
Úrslit:
Sveitir GKG og GR mættust í úrslitaleiknum. Leikurinn spilaðist jafn frá upphafi, og stefndi í að fyrri fjórmennings leikurinn myndi skera úr um sigurvegara mótsins. Þar léku Dagbjartur Sigurbrandsson og Jóhann Frank Halldórsson saman fyrir sveit GR og Róbert Leó Arnórsson og Kristófer Orri Þórðarson fyrir GKG. Dagbjartur og Jóhann leiddu með tveimur þegar fjórar voru eftir. Kristófer og Róbert náðu að minnka muninn, en það reyndist ekki nóg. GR sigraði leikinn 1/0, og einvígið í heild sinni 3-2. GR eru því Íslandsmeistarar golfklúbba!
Lokastaðan:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3. Golfklúbburinn Keilir
4. Golfklúbbur Akureyrar
5. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
6. Golfklúbbur Suðurnesja
7. Golfklúbbur Selfoss
8. Golfklúbbur Vestmannaeyja*
*Golfklúbbur Vestmannaeyja fellur niður um deild
Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í karlaflokki árið 1961.
Frá þeim tíma hafa 6 klúbbar fagnað þessum titli.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sigrað oftast eða 26 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 9, Golfklúbbur Akureyrar er með 8 titla, Golfklúbbur Suðurnesja 3, og Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 4 titla, þar af 2 þegar klúbburinn var Golfklúbburinn Kjölur.



Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi
Karlaflokkur:
1961 | Golfklúbbur Akureyrar |
1962 | Golfklúbbur Akureyrar |
1963 | Golfklúbbur Akureyrar |
1964 | Golfklúbbur Akureyrar |
1965 | Golfklúbbur Akureyrar |
1966 | Golfklúbbur Akureyrar |
1967 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1968 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1969 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1970 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1971 | Golfklúbbur Akureyrar |
1972 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1973 | Golfklúbbur Suðurnesja |
1974 | Golfklúbburinn Keilir |
1975 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1976 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1977 | Golfklúbburinn Keilir |
1978 | Golfklúbburinn Keilir |
1979 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1980 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1981 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1982 | Golfklúbbur Suðurnesja |
1983 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1984 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1985 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1986 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1987 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1988 | Golfklúbburinn Keilir |
1989 | Golfklúbburinn Keilir |
1990 | Golfklúbburinn Keilir |
1991 | Golfklúbburinn Keilir |
1992 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1993 | Golfklúbburinn Keilir |
1994 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1995 | Golfklúbburinn Keilir |
1996 | Golfklúbbur Suðurnesja |
1997 | Golfkúbbur Reykjavíkur |
1998 | Golfklúbbur Akureyrar |
1999 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2000 | Golfklúbburinn Keilir |
2001 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2002 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2003 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2004 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2005 | Golfklúbburinn Kjölur |
2006 | Golfklúbburinn Kjölur |
2007 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2008 | Golfklúbburinn Keilir |
2009 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2010 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2011 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2012 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2013 | Golfklúbburinn Keilir |
2014 | Golfklúbburinn Keilir |
2015 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar |
2016 | Golfklúbburinn Keilir |
2017 | Golklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2018 | Golfklúbburinn Keilir |
2019 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2020 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2021 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2022 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2023 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar |
2024 | Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar |
Fjöldi titla:
Golfklúbbur Reykjavíkur (26)
Golfklúbburinn Keilir (15)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (9)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbburinn Kjölur (2)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (2)