Á myndinni má sjá við Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóra og Magnús Þór Magnússon frá Alefli við undirritun samningsins. Mynd/GM
Auglýsing

Frétt af heimasíðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar:

Á föstudaginn var skrifað undir samninga við verktaka um uppsteypu á nýrri íþróttamiðstöð GM í framhaldi af útboði verksins. Þetta er stærsti einstaki verkliður framkvæmdanna en um er að ræða alla uppsteypu sem fram fer við Íþróttamiðstöðina.

Samið var við fyrirtækið Alefli ehf. um verkið en þeir eru reynslumiklir verktakar staðsettir í Mosfellsbæ. Alefli var stofnað árið 1993 og hefur verið í eigu sömu aðila frá upphafi. Meðal verka sem þeir hafa unnið má nefna Bása, KFC í Mosfellsbæ, hús bifreiðaumboðsins Öskju, endurbóta á Hótel Hilton ásamt fjölda annara einbýlishúsa, fjölbýlishúsa og atvinnuhúsnæðis.

Þess má geta að um daginn var skrifað undir samninga við Karenínu ehf. í framhaldi af útboði vegna jarðvinnu. Framkvæmdir við jarðvinnuhluta eru vel á veg komnar og er stefnt að því að afhenda Alefli tilbúinn grunn til byggingarframkvæmda í byrjun maí. Áætluð verklok við uppsteypu eru um mánaðarmótin september / október.

Næsta útboð vegna hússins er á dagskránni fyrir mánaðarmótin apríl / maí en það er vegna einangrunar, klæðingar og glugga.
Á myndinni má sjá við Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóra og Magnús Þór Magnússon frá Alefli við undirritun samningsins.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ