/

Deildu:

Auglýsing

Golfdagurinn á Ísafirði fór fram laugardaginn 8. júní s.l. á Tungudalsvelli hjá Golfklúbbi Ísafjarðr. Þar var ýmislegt í boði fyrir gesti.

Um er að ræða samstarfsverkefni sem GSÍ, KPMG, PGA á Íslandi og GÍ standa að.

Mætingin á Ísafirði var góð, og veðrið var með ágætum. PGA golfkennaranemar buðu upp á skemmtilega kynningu í grunnatriðum íþróttarinnar. Gestum var boðið í grillveislu, og gestir fengu gjafir frá KPMG og GSÍ.

Fleiri slíkir Golfdagar eru fyrirhugaðir á næstu vikum á nokkrum stöðum á landinu.

Viðburðirnir eru ætlaðir fyrir alla fjölskylduna og eru frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ