/

Deildu:

Golfhátíð Akranes 2024
Auglýsing

Golfhátíð á Akranesi fer fram 30.-31. júlí á Garðavelli en hátíðin er hluti af dagskrá Golf14 og er Golfsamband Íslands framkvæmdaraðili hátíðarinnar.

Markmiðið er að Golfhátíðin nái að fanga þá stemningu sem einkennir t.d. fótboltamót fyrir yngri kynslóðina og verða verkefni og þrautir við allra hæfi. 

Golfhátíðin er miðuð við kylfinga á aldrinum 10-14 ára. Kylfingar leika ekki hefðbundna golfhringi heldur spreyta sig á margvíslegum skemmtilegum golfþrautum á Garðavelli.

Vellinum verður skipt upp í margar stöðvar sem taka gróflega um klukkutíma að leysa ólíkt hefðbundnum golfhring.

Kylfingar gista eina nótt í Grundaskóla sem er í stuttu göngufæri frá golfvellinum. Hádegis – og kvöldverður í golfskálanum þriðjudaginn 30. júlí, morgunmatur og hádegismatur í golfskálanum miðvikudaginn 31. júlí.

Þar að auki verður skemmtileg dagskrá utan golfvallarins t.d. sund, fótboltagolf, frisbígolf, o.s.frv. 

Margir fyrrum Íslandsmeistarar og afrekskylfingar munu taka þátt í Golfhátíðinni og veita ungu kylfingunum hvatningu og innblástur. 

Skráning er opin og en skráningu lokar á miðnætti 16. júlí.

Skráningarhlekkur í Golfbox – smelltu hér:

Golfhatid a Akranesi

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ