Golfsamband Íslands

Golf á Íslandi – 4. tbl. ársins 2015 komið út

Fjórða tölublað af tímaritinu Golf á Íslandi er komið út. Dreifing stendur yfir en tímaritinu er dreift til félagsmanna í golfklúbbum landsins. Á meðal efnis í tímaritinu eru golfvellir og golfklúbbar á Vestfjörðum, dómaraspjall, uppgjör á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli, sveitakeppnum GSÍ eru gerð góð skil. Margir golfklúbbar áttu stórafmæli nýverið og er umfjöllun um Golfklúbb Akureyrar, Vestarr í Grundarfirði og Flúðir að finna í þessu tölublaði.


Fimmta tbl. Golf á Íslandi er í vinnslu og kemur það út í byrjun desember. Allar ábendingar og óskir um efni í Golf á Íslandi eru ávallt vel þegnar.

Sigurður Elvar Þórólfsson ritstjóri Golf á Íslandi við slíkum ábendingum, seth@golf.is. / eða í síma 8641865.

PDF útgáfu af 4. tbl. Golf á Íslandi má nálgast hér:

Screenshot (50)

 

Exit mobile version