/

Deildu:

Auglýsing
Fjórðungsaukning í tekjum hjá Golfklúbbi Kiðjabergs – árgjöld lækkuð hjá 25 ára og yngri – svipuð aðsókn og árið 2014

 

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn laugardaginn 12. desember í golfskálanum í Kiðjabergi. Á fundinn mættu yfir 70 félagar. Jóhann Friðbjörnsson  formaður flutti skýrslu stjórnar. Aðsókn að Kiðjabergsvelli var svipuð og árið 2014, þó svo að úrkoma hafi verið minni en árið á undan.

Kalt vor er helst um að kenna en aðsókn í maí og júní var mun slakari en 2014. en júlí og ágúst voru hins vegar betri. Síðan var aðsókn í september verri. Samkvæmt okkar tölum þá voru spilaðir 13.500 hringir sumarið 2015, en um 14.000 sumarið 2014. Félagsmenn spiluðu að meðaltali 16 hringi sumarið 2015.

Rekstur klúbbsins gekk mjög vel og góður hagnaður var af rekstri. Theódór S. Halldórsson  fór yfir reikninga  klúbbsins á aðalfundinum. Tekjur voru kr. 53,998,269, sem er um 20% aukning frá árinu á undan. Þessi aukning er helst til komin vegna fjölgunnar styrktaraðila. Hagnaður af rekstri var kr.  11,965,227 fyrir afskriftir og fjármagnsliði, en  að frádregnum þeim liðum var hagnaður  kr. 6.069,969.

Theódór S Halldórsson hætti í stjórn og í hans stað kom Magnús Þ. Haraldsson.

Jóhann Friðbjörnsson var endurkjörinn sem formaður klúbbsins.

Aðrir í stjórn 2015 eru:

Þorhalli Einarsson,  meðstjórnandi.
Gunnar Þorláksson,  meðstjórnandi.
Magnús Þ Haraldsson, meðstjórnandi
Snorri Hjaltason, meðstjórnandi.
Varamenn í stjórn eru:
Ágúst Friðgeirsson og Börkur Arnviðarson.

Lækka félagsgjöld til 25 ára og yngri

Tillaga stjórnar  að félagsgjöldum 2016  var samþykkt. Áveðið var að lækka félagsgjöld til 25 ára og yngri og til þeirra sem eru í námi lánshæfu samkvæmt LÍ.

Gjalddagi árgjalda er 15. janúar og 15. febrúar 2016.

Verðskrá:

Hjónagjald: 127.000

Fjölskyldugjald:; gildir fyrir hjón + börn og eða barnabörn að 16 ára aldri: 132.000

Einstaklingsgjald: 71.000

Hjón 67 ára og eldri: 112.000

Einstaklingar 67 ára eða eldri: 58.000

Hjón þar sem annar aðili er 67 ára eða eldri: 119.500

Þeir sem eru 25 ára og yngri:  25.000

Þeir sem eru í námi lánshæfu samkvæmt LÍ: 40.000

Golfbílagjald: 15.000

Innifalið í félagsgjöldum er 50% afsláttur af vallargjaldi fyrir gesti, eingöngu í fylgd með félagsmanni, virka daga, gildir 8 skipti. Fjaraðild án spilaréttar á vellinum, en þó innifalið einn hringur án endurgjalds, kr. 18.000. GSÍ aðild og aðgangur að golf.is. Innifalið í fjölskyldugjaldi er: Hjón + börn eða barnabörn að 16 ára aldri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ