Þórður Rafn Gissurarson. Mynd af fésbókarsíðu Þórðar.
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnnukylfingur úr GR, lék á 69 höggum (-3) á lokahringnum á ProGolf mótaröðinni í Egyptalandi.  Leikið var á Red Sea Ain Sokhna Classic vellinum og lék Íslandsmeistarinn í golfi á +2 samtals á 54 holum (77-72-69). Hann er sem stendur í 14. sæti en keppni er ekki lokið þegar þetta er skrifað.


Staðan á mótinu:

Screenshot (13)

Þýska ProGolf atvinnumótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu á eftir Áskorendamótaröðinni og sjálfri Evrópumótaröðinni.

„Mjög sáttur með daginn þar sem slátturinn var ekki upp á sitt besta. Var samt eiginlega aldrei í vandræðum. Nýtti par 5 holurnar vel. Hefði getað verið lægri ef nokkur pútt innan 3ja metra hefðu dottið en svona er golfið. Alltaf hægt að finna eitthvað að,“ skrifar Þórður m.a. á fésbókarsíðu sína.  

Næsta mót hefst 25. janúar hjá Þórði og fer það fram á sama keppnisvelli í Egyptalandi.

Þórður Rafn fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í golfi á síðasta ári. Hann verður 29 ára á þessu ári og lék hann á 18 atvinnumótum á þýsku Pro Golf mótaröðinni á síðasta ári. GR-ingurinn endaði í 22. sæti á stigalista Pro Golf mótaraðarinnar sem er hann náði oft að vera í hópi 20 efstu á þeim mótum.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ